Kæru félagar,
Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga verður haldið sunnudaginn 25. ágúst næstkomandi á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík frá kl. 14:00-16:00.
Þjóðræknisfélagið fagnar 85 ára afmæli í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu verður fagnað á Þjóðræknisþingi og hlökkum við í stjórn Þjóðræknisfélagsins til að sjá ykkur sem flest og hvetjum ykkur til að taka með gesti, þingið er öllum opið og öll velkomin.
Dagskrá er hér fyrir neðan.
Með bestu kveðjum,
Pála Hallgrímsdóttir,
Formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga
Back to All Events
Earlier Event: August 21
2024 Snorri Plus Reception in Iceland
Later Event: September 14
Leifur Eiríksson Event | Edmonton